Háskólar í hættu – Yfirlýsing frá rektorum

sigrun_stefansdottir_web

Sigrún Stefánsdóttir

Nýlega var birt sameiginleg yfirlýsing frá rektorum allra háskóla á Íslandi. Yfirlýsingin er ætluð frambjóðendum í Alþingiskosningum en þar benda rektorarnir á þá galla sem birtast í stefnumótun Fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2017-2021. Í henni eru háskólar landsins skildir verulega út undan en þeir fá helmingi lægra framlag á hvern nemanda en háskólar annarsstaðar á Norðurlöndum.


Sigrún Stefánsdóttir, forseti Hug-og félagsvísindasviðs í Háskólanum á Akureyri bendir hér á mikilvægi Háskólanna í myndskeiði frá skólanum.
Hún segir það mikilvægt að fólk hafi tækifæri á að stunda nám í sinni heimabyggð sem og að stunda nám allsstaðar á landinu en eins og flestum er kunnugt bíður Háskólinn á Akureyri upp á öflugt fjarnám sem öllum landsmönnum stendur til boða hvar sem er á landinu.

Þá hvetja rektorarnir frambjóðendur í Alþingiskosningum til þess að endurskoða Fjármálaáætlunina og hafa hag háskólanna fyrir brjósti, því hagur háskólanna og menntunnar er hagur þjóðarinnar.

Undir yfirlýsinguna rita:
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, Jón Atli Benediktsson, rektor við Háskóla Íslands, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskóla Íslands, Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum og Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

VG

UMMÆLI