NTC

Októberfest FSHA haldið í fyrsta skipti

vef-gauti-9431-470x313Helgina 20-22. október næstkomandi mun FSHA, Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri halda Októberfest í Sjallanum.

Októberfest hefur verið haldið í Reykjavík undanfarin ár í samstarfi við Háskóla Íslands við miklar vinsældir og nú mun hátíðin einnig verða haldin hér á Akureyri.

Októberfest á Akureyri verður þriggja daga tónlistar- og bjórhátíð og munu margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins koma fram. Þar má nefna Emmsjé Gauta, Úlf Úlf, Jón Jónsson og Friðrik Dór.

Á hátíðinni verður dagskrá þar sem þáttakendur geta tekið þátt í allskyns keppnum og leikjum.

 

 

Sambíó

UMMÆLI