NTC

Framkvæmdir hafnar við Sundlaug Akureyrar – Myndir

1c93c4d3269538e4ed1f836505787b0aFramkvæmdir á nýju rennibrautarsvæði við Sundlaug Akureyrar hófust í vikunni. Áætlað er að setja upp þrjár rennibrautir sem hafa fengið nöfnin Regnboginn, Klósettskálin og Aldan. Regnboginn verður 86 metra löng, Klósettskálin verður 28 metra löng og Aldan verður 9 metra og er hugsuð fyrir yngri börn. Gerður verður nýr uppgönguturn og er gert ráð fyrir að hann verði upphitaður, yfirbyggður og vel loftræstur. Turninn verður 14,5 metra hár.

Einnig á að setja upp nýjan heitan pott samhliða uppbyggingunni ásamt því að stækka lendingarlaugina. Heiti potturinn verður tvískiptur þar sem annar hlutinn er með nuddi en hinn hlutinn er grynnri. Áætlaður kostnaður er um 270 milljónir króna.

Elín H. Gísladóttir, forstöðumaður sundlaugarinnr, segist í samtali við Kaffið.is vera ánægð með að verkið sé hafið og að hún hlakki til að geta boðið upp á nýjan nuddpott og nýjar flottar rennibrautir ásamt nýju sólbaðssvæði. ,,Ég er sannfærð um að þegar verkinu verður lokið muni það vekja mikla ánægju viðskiptavina okkar. Ég er jafnframt fullviss um það að framkvæmdirnar muni hafa góð áhrif á straum ferðamanna til Akureyrar.“

Hún vonast til þess að næsta sumar verði brautirnar komnar í notkun. ,,Nokkur atriði svo sem veðurfar í vetur mun þó geta haft áhrif á gang framkvæmda.“

Myndir af því þegar framkvæmdir hófust má sjá hér að neðan:
20161010_101219_resized_1
20161010_101850_resized
20161010_145126_resized
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó