Þórsarar sneru aftur í efstu deild karla í körfubolta með trukki í kvöld þegar liðið fékk stjörnum prýtt lið Stjörnunnar í heimsókn í Íþróttahöllina.
Það var einhver skrekkur í heimamönnum í byrjun leiks og það boðar ekki gott þegar andstæðingurinn er jafn gott lið og Stjarnan en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 16-28, Stjörnunni í vil.
Þórsurum tókst að vinna sig inn í leikinn þrátt fyrir þessa slæmu byrjun en Stjarnan hafði þó frumkvæðið allan leikinn.
Jalen Riley, nýjasti liðsmaður Þórs, átti frábæran síðari hálfleik og sá til þess að Þórsurum tókst að kreista fram framlengingu því lokatölur leiksins voru 79-79. Gestirnir úr Garðabæ voru hinsvegar öflugri í framlengingunni og unnu að lokum 82-91 sigur.
Stigaskor Þórs: Jalen Riley 27, Darrel Lewis 24/10 fráköst, Danero Thomas 9, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Ragnar Helgi Friðriksson 4/4 stoðsendingar, Tryggvi Snær Hlinason 2.
Stigaskor Stjörnunnar: Justin Shouse 20/8 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 18, Hlynur Bæringsson 15/12 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14, Devon Austin 10, Ágúst Angantýsson 9, Magnús Bjarki 3, Tómas Heiðar Tómasson 2.
UMMÆLI