NTC

Fjölbreytt tómstundarstarf í boði á Akureyri

Á Akureyri er starfrækt fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf. Anna Guðlaug Gísladóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi hjá Akureyrarbæ sendi okkur á Kaffinu þennan pistil til birtingar.

Anna Guðlaug Gísladóttir

Anna Guðlaug Gísladóttir

Bærinn okkar, Akureyri, hefur jafnan verið nefndur íþróttabær eða skólabær enn ætti ekki síður að vera þekktur fyrir gott tómstundarstarf. Það er nefnilega gríðarlega mikið og fjölbreytt tómstundarstarf í boði fyrir börn og unglinga í bænum og má þar m.a. nefna félagsmiðstöðvarnar. Félagsmiðstöðvar Akureyrar, Félak, sinna börnum og unglingum í 5. – 10. bekk. Þar er hópefli, samvinna, samskipti og leikir í brennidepli. Einnig býður starfið upp á þann möguleika að efla einstaklinginn, vinna með styrkleika hans, byggja þannig upp sjálfstraust og öryggi og trú á eigin getu sem er gríðarlega mikilvæg fyrir hvern og einn.

Að fráskildu opnu starfi sem á sér stað á kvöldin í hverri félagsmiðstöð, er einnig hægt að sækja fjölbreytt hópa- og klúbbastarf. Sem dæmi um klúbba sem verða í boði þennan veturinn má nefna 8. bekkjar klúbb, stráka- og stelpuklúbb, animeklúbb, kvikmyndaklúbb, íþróttaklúbb, kynlífsklúbb (fræðsluklúbbur) og fleira. Hver klúbbur stendur yfir í mánuð (ca. 4 skipti) í einu en þá tekur nýr klúbbur við.

Félak heldur einnig fjölda viðburða og sækir aðra á vegum Samfés en Samfés er félagasamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Að hausti býðst unglingum að taka þátt í Amazing Race um bæinn, Landsmót Samfés og Landsþing, Norðurlandsmót (fyrir 8. bekk) Rímnaflæði Samfés (rappkeppni) og söngkeppni Félak. Að vori eru viðburðir eins og Furðuverk (hönnunarkeppni; hárgreiðsla, förðun og greiðsla) sem er undankeppni fyrir Stíl, NorðurOrg undankeppni Söngkeppni Samfés, Stíll í Hörpu, SamFestingur í Laugardalshöll (stærsta unglingaball Íslands), söngkeppni Samfés og borðtennismót Samfés. Fyrir kostnaðarsamar ferðir úr bænum er boðið upp á fjáröflun.

Ungmennaráð Akureyrar hefur fundaraðstöðu í Rósenborg og nýtur aðstoðar starfsmanna félagsmiðstöðva og ungmennahúss. Ungmennaráð er til þess fallið að skapa vettvang og leiðir til þess að gera ungmennum kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Einnig er tilgangurinn að virkja ungt fólk í lýðræðislegum vinnubrögðum og vera bæjaryfirvöldum til ráðgjafar um málefni er varðar ungt fólk. Þátttaka í félagsmiðsrosenborg3töðvastarfi er alla jafna ókeypis, það getur þó kostað inn á ákveðna viðburði.

Til þess að nálgast frekari upplýsingar um starfið er hægt að skoða heimasíðu Rósenborg; http://www.akureyri.is/rosenborg/forvarna-og-felagsmalaradgjafar/felagsmidstodvar einnig er um að gera að spjalla við starfsmenn félagsmiðstöðvanna en upplýsingar um þá er að finna á þessari sömu heimasíðu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó