Þór/KA úr leik í Meistaradeildinni eftir tap í Þýskalandi

Þór/KA úr leik í Meistaradeildinni eftir tap í Þýskalandi

Þór/KA er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 tap gegn Wolfsburg í Þýskalandi í dag. Samanlagt unnu Þýskalandsmeistarar Wolfsburg viðureignina 3-0.

Þór/KA geta þrátt fyrir tapið verið stoltar af frammistöðu sinni gegn einu af sterkustu liðum heims. Wolfsburg fór alla leið í úrslit keppninnar í fyrra en tapaði þar fyrir Lyon frá Fraklandi.

Það vantaði mikilvæga leikmenn í lið Þór/KA en Ariana Calderon, Bianca Sierra og Stephany Mayor gátu ekki spilað með liðinu í dag vegna verkefnis með mexíkóska landsliðinu. Hægt er að lesa nánar um það mál hér.

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði 80 mínútur af leiknum með Wolfsburg í dag.

Wolfsburg 2 – 0 Þór/KA (Samanlagt 3-0)
1-0 Pernille Harder (’28)
2-0 Ella Masar McLeod (’66)

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó