Framsókn

Snorri gefur út nýtt lag og ferðast um Kólumbíu

Snorri gefur út nýtt lag og ferðast um Kólumbíu

Dalvíkingurinn Snorri Eldjárn Hauksson gaf í vikunni út nýtt lag. Snorri gefur lagið út á spænsku en hann er gífurlega vinsæll í Kólumbíu.

Snorri er nú staddur þar í landi og hefur verið upptekinn í sjónvarps- og útvarpsviðtölum síðan lagið kom út. Hann segir í samtali við Kaffið að viðbrögðin við laginu hafi verið jákvæð.

„Fólk er mjög ánægt með að ég syngi frá hjartanu og deili með þeim hluta af sögu minni. Eftir sumarið á Íslandi hafa samfélagsmiðlarnir dottið í smá lægð hjá mér en það var fljótt að breytast eftir að ég kom út og varð sýnilegur á ný,“ segir Snorri.

Sjá einnig: Snorri slær í gegn í Kólumbíu: „Ótrúlegt hvað þetta hefur gerst hratt“

Hann samdi lagið Chao mi amor til kólumbískrar stelpu í október á síðasta ári þegar hann kvaddi hana og hélt til Íslands.

„Þetta er mjög persónulegur texti og ég ætlaði mér aldrei að gefa þetta lag út. Þetta átti bara að vera til hennar. Þegar umboðsmaðurinn minn heyrði það tók hann hinsvegar ekki annað í mál en að gefa lagið út.“

Snorri verður nú út í Kólumbíu fram í miðjan desember. Hann segir að hann sé tilbúinn með nýtt lag sem hann muni taka upp í Bogotá í október. Það lag verði í meiri Vallenato stíl en Snorri er þekktastur í Kólumbíu fyrir Vallenato söng sinn.

Hlustaðu á Chao Mi Amor

VG

UMMÆLI