Norðurorka hf. vinnur nú að því í samvinnu við Vaðlaheiðargöng hf. að beisla kalda vatnið sem sprettur fram úr misgengi í Vaðlaheiðargöngum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.
„Við ætlum að nota þetta sem neysluvatn fyrir Akureyringa,“ sagði Stefán H. Steindórsson, sviðstjóri veitu- og tæknisviðs Norðurorku í Morgunblaðinu í dag. „Það er miðað við að taka þarna 70 lítra á sekúndu. Þeir verða notaðir fyrir almenning á svæðinu.“ Þetta vatnsmagn fer nærri því að fullnægja allt að helmingi notkunar bæjarbúa á köldu vatni.
Norðurorka hefur útbúið safnkerfi í misgenginu þar sem vatnið sprettur fram. Búið er að steypa safnþró og verður vatnið leitt úr henni 5,4 km leið út úr göngunum og áfram aðra 4-5 km til Akureyrar. Stefnt er að því að tengja uppsprettuna í göngunum við vatnsveituna á Akureyri árið 2020.
Frétt mbl.is
UMMÆLI