Gæludýr.is

Öruggur sigur Þór/KA gegn Val

Öruggur sigur Þór/KA gegn Val

Síðasti heimaleikur Þór/KA í Pepsi deild kvenna fór fram í dag þegar Valskonur komu í heimsókn. Þór/KA þurftu á sigri að halda til þess að eiga möguleika á að verja Íslandsmeistaratitilinn. Þær þurftu einnig að treysta á að Breiðablik myndi tapa stigum gegn Selfyssingum í Kópavogi.

Staðan í hálfleik leit vel út fyrir Þór/KA en þær leiddu 1-0 á Þórsvelli eftir mark Söndru Mayor. Á Kópavogsvelli var Selfoss einnig að vinna Breiðablik 1-0.

Þór/KA bættu við marki í upphafi síðari hálfleiks. Sandra María Jessen skoraði markið. Valskonur minnkuðu muninn skömmu síðar. Á Kópavogsvelli komust Breiðablik yfir gegn Selfossi með tveimur mörkum á tveimur mínútum.

Arna Sif Ásgrímsdóttir sneri aftur úr meiðslum þegar hún kom inn fyrir Ágústu Kristinsdóttir á 73. mínútu. Hún kom Þór/KA í 3-1 fimm mínútum síðar. Sandra Mayor gulltryggði 4-1 sigur með sínu öðru marki skömmu síðar. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum.

Þessi glæsilegi sigur var því miður ekki nóg fyrir Þór/KA en Breiðablik vann sinn leik og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með því. Þór/KA fær því silfurverðlaun Pepsi deildarinnar í ár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó