NTC

Albert skoraði í sínum fyrsta leik fyir AZ Alkmaar

Albert skoraði í sínum fyrsta leik fyir AZ Alkmaar

Albert Guðmundsson spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tók á móti Feyenoord.

Sjá einnig: Dreymir um að spila með Barcelona

Albert kom til liðsins í sumar frá PSV Eindhoven og gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir aðeins fimm mínútna leik.

Markið dugði ekki til sigurs þar sem Steven Berghuis jafnaði fyrir gestina í Feyenoord stuttu fyrir leikhlé.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Albert var valinn maður leiksins. Eftir leikinn eru AZ með átta stig í fjórða sæti en Feyenoord er í þriðja sæti með 10 stig.

Faðir Alberts, íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson birti frábæra mynd eftir leikinn í dag. Myndin er gömul en á henni er Albert með Robin van Persie, sóknarmanni Feyenoord. Van Persie er fyrrum sóknarmaður Arsenal og Manchester United en hann spilar í dag með félaginu þar sem hann hóf ferilinn, Feyenoord.

 

Mark Alberts má sjá hér:

VG

UMMÆLI

Sambíó