Framsókn

Ótrúlegt myndband úr hvalaskoðun í Eyjafirði

midnight-sun

Hvalaskoðun er vinsæl á Íslandi.

 

Það hefur varla farið framhjá neinum sú mikla aukning sem orðið hefur á komu ferðamanna hingað til lands. Hvalaskoðun hefur verið mjög vinsæl afþreying fyrir ferðamenn á Íslandi um árabil og hefur eftirspurn eftir slíkum ferðum aukist með auknum ferðamannastraumi.

Í Eyjafirði er víða hægt að komast í hvalaskoðun og má jafnvel sjá hvali innst í firðinum. Nokkur fyrirtæki hafa sérhæft sig í slíkum ferðum á Norðurlandi. Má þar nefna Ambassador og Whale Watching Akureyri á Akureyri, Whale Watching Hauganes á Hauganesi og Norðursigling á Hjalteyri og Arctic Sea Tours á Dalvík.

Magnús Guðjónsson eigandi Ambassador segir í samtali við Kaffið.is að sumarið hafi gengið mjög vel og að töluverð aukning hafi verið á viðskiptunum í sumar. Hann segir einnig að hvalaskoðun sé orðin mjög vinsæl og fleiri fyrirtæki séu sprottin upp á Akureyri sem sérhæfa sig í hvalaskoðun.

Ambassador bætti við sig tveimur nýjum bátum fyrir sumarið, 150 manna bát sem meðal annars fór í áætlunarferðir til Grímseyjar og RIB bát sem fór í hraðar ævintýraferðir.

Heimasíða Ambassador birti myndband frá sumrinu á dögunum sem er einkar glæsilegt.

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI