Nýja göngubrúin við Drottningabraut var formlega vígð á Akureyri í dag. Fánar voru dregnir að húni, Lúðrasveit Akureyrar og Karlakór Akureyrar – Geysir spiluðu og sungu og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar flutti ávarp.
Sjá einnig: Bestu uppástungurnar á nöfnum fyrir nýju brúnna: „Brúin yfir ekkert”
Það var svo Sigfús Karlsson, varaformaður stjórnar Akureyrarstofu, sem kynnti nýtt nafn á brúnna. Brúin fékk nafnið Samkomubrú.
Efnt var til nafnasamkeppni um nafn á brúnna á milli bæjarbúa og Samkomubrú var nafnið sem sigraði þá keppni.
UMMÆLI