Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður alla krakka velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla fyrir börn og unglinga í 2.-10. bekk grunnskóla. Í skólanum læra börnin öll helstu undirstöðuatriði leiklistar en fyrst og fremst miðar námið að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki, aga og tækni, allt með gleðina í fyrirrúmi. Í vetur verða hóparnir ekki stærri en 12 börn til að mæta þörfum nemenda betur. Allir kennarar skólans eru fagmenntaðir á sviði leiklistar.
Haustönn 2018 hefst með skólasetningu í Hofi þann 5. september og mun kennsla hefjast í vikunni á eftir. Önnin er 12 vikur og lýkur með sýningu fyrir aðstandendur.
Skráning hefst 22. ágúst fyrir haustönn og lýkur 3. september.
UMMÆLI