Nýja göngubrúin við Drottningarbraut verður formlega vígð fimmtudaginn 23. ágúst klukkan 17:30.
Akureyrarbær efndi til samkeppni um heiti á brúnni á meðal bæjarbúa og bauð þeim að senda inn uppástungur. Nafn brúarinnar verður kynnt á fimmtudag ásamt því að Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar flytur ávarp.
Sjá einnig: Bestu uppástungurnar á nöfnum fyrir nýju brúnna: „Brúin yfir ekkert”
Í verðlaun í nafnasamkeppninni er vetrarkort í Hlíðarfjall, og kort í Sundlaug Akureyrar.
Lúðrasveit Akureyrar spilar líkt og Karlakór Akureyrar- Geysir syngur. Allir eru velkomnir á vígsluna.
UMMÆLI