Dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar kvenna í hádeginu í dag, drátturinn fór fram í Nyon í Sviss.
Íslandsmeistarar Þór/KA fengu þýsku meistarana í Wolfsburg lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur.
Þór/KA var í lægri styrkleikaflokki en Wolfsburg voru efstar í efri styrkleikaflokki. Þá komst liðið í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra en tapaði þar fyrir Lyon frá Frakklandi.
Fyrri leikurinn verður spilaður á Akureyri 12. eða 13. september og sá seinni í Þýskalandi 26. eða 27. september.
UMMÆLI