NTC

Þór sigraði ÍR í markaleikNacho Gil sem kom aftur inn í lið heimamanna skoraði tvö í kvöld. Mynd: thorsport.is/Palli Jóh

Þór sigraði ÍR í markaleik

Magni tapaði illa

Þór tók á móti ÍR í 16. umferð Inkasso deildarinnar í kvöld.

Þórsarar komust yfir á 19. mínútu þegar Jóhann Helgi lagði boltann með hælsendingu fyrir Alvaro Montejo sem skoraði í fjærhornið.
Nacho Gil bætti svo við öðru marki heimamanna eftir sendingu frá Sveini Elíasi.

Nacho var svo aftur á ferðinni snemma í síðari hálfleik og skoraði eftir hælsendingu frá Alvaro Montejo.

Alvaro Montejo bætti svo við sínu öðru marki út víti á 64. mínútu.

Gestirnir klóruðu í bakkann með mörkum frá Má Viðarssyni og Axeli Sigðurðarsyni en Þórsarar gerðu endanlega út um leikinn á lokamínútunni með marki frá varamanninum Jakobi Snæ Árnasyni.

5-2 sigur heimamanna.

Næsti leikur Þórsara er á laugardaginn þegar þeir sækja HK-inga heim.

 

Magni tapaði illa

Magni Grenivík heimsótti Þróttara heim í kvöld.

Leiknum lauk með 5-3 sigri heimamanna þar sem mörk heimamanna skoruðu Viktor Jónsson skoraði þrjú, Daði Bergsson eitt og eitt sjálfsmark.
Mörk Magna gerðu Gunnar Örvar Stefánsson tvö og Kristinn Þór Rósbergsson eitt.

Næsti leikur Magna er á Grenivík á laugardaginn þegar Leiknir kemur í heimsókn.

 

Staðan í Inkasso deildinni

VG

UMMÆLI

Sambíó