Gríðarlegur fjöldi fólks er nú samankominn á Dalvík vegna Fiskidagsins mika. Veður hefur verið með besta móti í dag heiðskýrt, hátt í 20°c og lítill sem enginn vindur.
Nú standa yfir Fiskidags tónleikarnir en meðal þeirra sem koma fram eru Eyþór Ingi, Friðik Ómar, Helgi Björnsson, Ragnheiður Gröndal, Jói Pé og Króli, Egill Ólafsson, Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Jón Jónsson.
Fólk var byrjað að koma stólum sínum fyrir allt að sex klukkustundum fyrir tónleika í dag.
Smelltu hér til að sjá beina útsendigu yfir hafnarsvæðið á vefmyndavél Dalpay.
Tónleikunum lýkur svo með flugeldasýingu í kvöld.
Nokkrar myndir frá stemningunni í dag.
UMMÆLI