NTC

Ók niður raf­magns­kassa, ljósastaur og kyrrstæðan bíl

Ók niður raf­magns­kassa, ljósastaur og kyrrstæðan bíl

Um miðnætti í gær var ekið á raf­magns­kassa, ljósastaur og kyrrstæðan bíl í Þórunnarstræti á Akureyri. Ökumaðurinn sem er grunaður um ölvun við akstur ók af vettvangi.

Rafmagn sló út í nokkrum húsum við götuna við áreksturinn.

Þegar lögreglan kom á vettvang var ökumaðurinn á brott, lögreglan hóf leit að bílnum og fann hann mannlausan stuttu síðar töluvert skemmdan.

Stuttu síðar fann hún hinn meinta öku­mann og var hann þá kom­inn heim til sín. Hann var hand­tek­inn og flutt­ur á lög­reglu­stöð þar sem hann gist­i fanga­geymsl­ur.

Maður­inn var einn í bíln­um og er eins og fyrr seg­ir grunaður um ölv­unar­akst­ur.

Gert var við raf­magns­kass­ann skömmu síðar og raf­magni komið á hús­in við Þór­unn­ar­stræti á ný.

Sambíó

UMMÆLI