Um miðnætti í gær var ekið á rafmagnskassa, ljósastaur og kyrrstæðan bíl í Þórunnarstræti á Akureyri. Ökumaðurinn sem er grunaður um ölvun við akstur ók af vettvangi.
Rafmagn sló út í nokkrum húsum við götuna við áreksturinn.
Þegar lögreglan kom á vettvang var ökumaðurinn á brott, lögreglan hóf leit að bílnum og fann hann mannlausan stuttu síðar töluvert skemmdan.
Stuttu síðar fann hún hinn meinta ökumann og var hann þá kominn heim til sín. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann gisti fangageymslur.
Maðurinn var einn í bílnum og er eins og fyrr segir grunaður um ölvunarakstur.
Gert var við rafmagnskassann skömmu síðar og rafmagni komið á húsin við Þórunnarstræti á ný.
UMMÆLI