A! Gjörningahátíð

Götulokanir á Akureyri um verslunarmannahelgina

Götulokanir á Akureyri um verslunarmannahelgina

Eins og við er að búast þá verður einhver röskun á umferð ökutækja um bæinn þegar fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður haldin um helgina. Hér að neðan er vakin athygli á óhjákvæmilegum lokunum gatna og hvar best er að leggja bifreiðum ef fólk fer ekki fótgangandi á viðburði.

Sjá einnig: 

Ein með öllu – Yfir 70 tónlistaratriði á dagskrá helgarinnar og tvö tívolí

Hafnarstræti (göngugata) er lokuð frá fimmtudeginum 2. ágúst kl.10 til mánudagsins 6. ágúst kl. 12.

Kaupvangsstræti (Listagilið) er lokað föstudaginn 3. ágúst frá kl. 14-18.

Skipagata, Strandgata og Túngata eru lokaðar að hluta frá föstudeginum 3. ágúst kl. 18 til sunnudagsins 5. ágúst kl. 17.

Sparitónleikar verða á Samkomuhúsflötinni sunnudagskvöldið 5. ágúst og vegna þeirra verða Drottningarbraut (frá Kaupvangsstræti að Leiruvegi), Hafnarstræti (frá Bautanum að Suðurbrú) og Austurbrú lokaðar frá kl. 20.30-00.30. Hjáleið vegna lokunar á þjóðvegi 1 er um Þórunnarstræti og Miðhúsabraut.

Vakin er athygli á að samkvæmt 12. grein samþykktar Akureyrarbæjar um hundahald er óheimilt að fara með hunda á samkomur eins og um verslunarmannahelgi.

Umferð dróna er bönnuð nema með leyfi hátíðarhaldara.

Bílastæði:

Bílastæði eru m.a. við Skipagötu, Hof, Strandgötu og Ráðhúsið. Á Sparitónleikunum verður hægt að leggja við Drottningarbraut frá Aðalstræti að Leirutjörn. Á Skógardeginum í Kjarnaskógi verða opnuð aukabílastæði. Staðsetningu þeirra má sjá hér að neðan.

Sjá einnig: 

Er loksins komið að lokaballinu í Sjallanum?

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó