Jóhann Helgi Hannesson er kominn aftur heim til Akureyrar og hefur skrifað undir samning hjá Þór Akureyri.
Jóhann gekk til liðs við Grindavík síðasta vetur en er nú snúinn aftur heim í Þorpið þar sem hann hefur leikið nánast allan sinn feril. Hann á yfir 200 leiki að baki með Þórsurum.
Jóhann Helgi er kominn með leikheimild fyrir Þór og verður líklega í leikmannahóp liðsins sem mætir Njarðvík í Inkaso deildinni á morgun.
UMMÆLI