Framsókn

Norðurlandsmótið í frisbígolfi á Hömrum um helginaMynd: folf.is

Norðurlandsmótið í frisbígolfi á Hömrum um helgina

Norðurlandsmótið í frisbígolfi fer fram um helgina á Hömrum. Völlurinn á Hömrum hefur fengið miklar endurbætur ásamt því að bætt hefur verið við völlinn 9 brautum og er völlurinn því aðeins annar völlurinn á Íslandi til að vera 18 brauta völlur. Skógræktarfélag Eyjafjarðar og sjálfboðaliðar hafa undanfarið unnið hörðum höndum við að klára völlinn fyrir Norðurlandsmótið.

Norðurlandsmótið er haldið einu sinni á ári og í ár eru verða í kringum 40 keppendur í 7 flokkum sem koma allstaðar af af landinu.

Mótið í ár er fyrsta mótið á nýjum og breyttum velli á Hömrum en völlurinn telst vera einn sá fjölbreyttasti á landinu. Leiknir verða tveir hringir á laugardag og einn á sunnudag en mótið er eitt af 5 stórmótum í  Íslandsmótaröðinni hjá ÍFS.

Skemmtilegt drónamyndband af vellinum má sjá hér.

VG

UMMÆLI

Sambíó