NTC

Rúnar Eff tekur frábæra ábreiðu af lagi Michael Jackson

Rúnar Eff tekur frábæra ábreiðu af lagi Michael Jackson

Rúnar Freyr Rúnarsson, eða Rúnar Eff eins og hann er betur þekktur, hefur slegið rækilega í gegn sem tónlistarmaður síðustu ár. Rúnar átti sérstaklega annasamt ár í fyrra þegar hann tók m.a. þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins, forkeppni Eurovision. Rúnar komst í úrslit með lagið: Mér við hlið, sem hann samdi og flutti sjálfur.

Auk þess gaf Rúnar út þrjú ný lög á síðasta ári sem öll fóru í spilun á útvarpsstöðum landsins ásamt því að fara í tónleikaferðalag með hljómsveit sinni til Bandaríkjanna og vinna þar til tveggja verðlauna í kántrítónlistarkeppni, söngvari ársins og hljómsveit ársins.

Rúnar tók nýlega ábreiðu af lagi Michael Jackson, hið ódauðlega Billie Jean og gerði lagið að sínu eigin með einstakri útsetningu. Sjáðu útgáfuna í spilaranum hér að neðan:

VG

UMMÆLI