A! Gjörningahátíð

Christopher Harrington nýr þjálfari Hamranna

Christopher Harrington nýr þjálfari Hamranna

Írinn Christopher Harrington hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Hamranna sem spilar í Inkasso-deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þór.

Christopher tekur við af Nataliu Gomez sem hefur stýrt liðinu síðasta tímabil. Natalia, sem er 26 ára, ætlar að einbeita sér að leikmannaferlinum en hún var í stóru hlutverki hjá Íslandsmeisturum Þórs/KA síðasta sumar þar til hún glímdi við meiðsli í vetur og tók að sér þjálfun Hamranna. Hún er orðin góð af meiðslunum og ætlar að byrja að spila aftur á fullu núna og hefur þegar snúið til síns heima í Mexíkó, m.a. í verkefni með landsliðinu, og mun síðan vera á leið til Spánar til að spila í efstu deild þar ef allt gengur eftir.

Gitzy, eins og hann er jafnan kallaður, hefur áður starfað hér á landi, m.a. sem þjálfari í yngri flokkum hjá Tindastóli og á að baki nokkra leiki með Tindastóli, Hamri og Drangey. Nú síðast starfaði hann sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla í Vestra. Þá stýrði hann liði Memphis City í NPSL deildinni í Bandaríkjunum til sigurs í þeirri deild í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Ásamt því að þjálfa Hamranna verður hann Donna innan handar og aðstoðar við þjálfun í 2. flokki Þórs/KA/Hamranna.

VG

UMMÆLI

Sambíó