NTC

Reimar Helgason nýr framkvæmdastjóri Þórsmynd: thorsport.is

Reimar Helgason nýr framkvæmdastjóri Þórs

Reimar Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þórs en Valdimar Pálsson lætur af störfum.

Reimar sem er 50 ára gamall útskrifaðist sem stúdent á viðskiptabraut frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 1988. Reimar fæddist og ólst upp á Svalbarðsströnd til tvítugs en síðan hefur hann búið á Akureyri.

Reimar hefur starfað við bókhald hjá Bautanum allt frá árinu 1989 ásamt því að koma að rekstri Magna á Grenivík en þar spilaði Reimar knattspyrnu með liðinu frá unga aldri.

,,Fljótlega var farið að lauma að mér að það væri verið að auglýsa þessa stöðu og hvort það væri ekki gott fyrir mig að sameina vinnu og áhugamál því að ansi lengi hef ég verið viðloðandi íþróttahreyfinguna. Ég þekki mjög margt fólk í Þór og þekki það ekki nema af góðu einu.  Mér líst mjög vel á nýja aðalstjórn sem ég hef þegar hitt og líkar vel þeirra sýn á hlutina.  Ég bind miklar vonir við að þetta verði líflegt og skemmtilegt starf og maður kynnist fullt af duglegu og skemmtilegu fólki” sagði Reimar í spjalli við heimasíðu Þórs.

,,Ég er mjög sáttur með að hafa fengi Reimar til liðs við félagið. Hér er á ferðinni öflugur og góður leiðtogi, sem gaman verður að vinna með” sagði Ingi Björnsson formaður Þórs á heimasíðu félagsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó