NTC

Þórskonur byrja á tapi – Hamrarnir réðu ekki við Fjölni

korfubolti

Körfuboltinn byrjaður að rúlla

Kvennalið Þórs í körfubolta hóf leik í 1.deild kvenna í gærkvöldi þegar liðiði sótti Breiðablik heim.

Heimakonur höfðu frumkvæðið allan leikinn en Þórskonur voru aldrei langt undan og var staðan til að mynda jöfn fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Síðasti leikhlutinn var gífurlega jafn og spennandi en leikurinn endaði með tveggja stiga sigra Kópavogskvenna, 64-62.

Stigaskor Þórs: Fanney Lind Thomas 21/8 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 11 /11 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 8, Erna Rún Magnúsdóttir 7, Heiða Hlín Björnsdóttir 7, Thelma Hrund Tryggvadóttir 6 og Hrefna Ottósdóttir 2.


Það var einnig leikið í 1.deild karla í handboltanum í gærkvöldi þar sem Hamrarnir fengu Arnar Gunnarsson og lærisveina hans í Fjölni í heimsókn í KA-heimilið.

Skemmst er frá því að segja að Fjölnismenn unnu öruggan sjö marka sigur og var sigur þeirra í raun aldrei í hættu. Fjölnisliðið er afar sterkt og trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Markaskorarar Hamranna:
Jónatan Þór Magnússon 6, Hörður Másson 4, Jón Heiðar Sigurðsson 3, Guðmundur Freyr Hermannsson 3, Daníel Matthíasson 3, Valdimar Þengilsson 2, Hreinn Þór Hauksson 2, Hlynur Elmar Matthíasson 1, Baldur Halldórsson 1, Halldór Örn Tryggvason 1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó