NTC

Fiskidagurinn mikli flokkar ruslFrá vinstri, Pétur Blöndal frá Samál, Þorsteinn Már Aðalsteinsson frá Fiskideginum mikla, Helgi Pálsson frá Gámaþjónustu Norðurlands og Elías Björnsson frá Sæplast. Mynd/dalvikurbyggd.is

Fiskidagurinn mikli flokkar rusl

Í gær undirrituðu fulltrúar fjögurra aðila samvinnusamnig sem snýr að flokkun á rusli sem til fellur á Fiskideginum mikla. Undirritunin fór fram í Bergi menningarhúsi á  Dalvík. Aðilarnir sem um ræðir eru Samál samtök álframleiðenda, Sæplasts, Gámaþjónustu Norðurlands og Fiskidagurinn mikli.

Samvinnan felst í því að ganga skrefinu lengra í flokkun á rusli frá hátíðinni. Stefnt er að því að flokka álpappír, plast og almennt sorp ásamt því að dósir og plastflöskur eru flokkaðar af Björgunarsveitinni á Dalvík og rennur ágóðinn af þeirri söfnun óskiptur til sveitarinnar.  Næstu árin stefnir hugur þessara aðila til enn meiri flokkunar og að fá fleiri aðila að borðinu.

Sæplast setur upp litakerfi og merkingar á Sæplastkör sem verða víða á hátíðarsvæðinu og standa vonir til þess að gestir kynni sér merkingar og leggi verkefninu lið. Gámaþjónusta Norðurlands sér að venju um að taka það sem flokkað er og kemur á rétta staði.

Samál, sem eru nýir í hópi aðalstyrktaraðila Fiskidagsins mikla, leggja verkefninu lið en til gamans má geta að Fiskidagurinn mikli hefur notað um 2,6 tonn af álpappír í þessi 17 ár.

Allt frá upphafi hefur Fiskidagurinn mikli  lagt mikla áherslu á að umgengni sé góð. Oft hefur verið rætt um að þar sem allt er frítt á Fiskideginum mikla sé aðgöngumiðinn sá að gestir gangi vel um og sýni almennt góða hegðun.

Sambíó

UMMÆLI