Gæludýr.is

Bæjarfulltrúar L-listans, Samfylkingarinnar og Framsóknar skrifuðu undir málefnasamning í dag

Málefnasamningurinn kynntur. Bæjarfulltrúar meirihlutans sitjandi frá vinstri: Dagbjört Pálsdóttir (S), Andri Teitsson (L), Halla Björk Reynisdóttir (L), Hilda Jana Gísladóttir (S), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B) og Ingibjörg Ólöf Isaksen (B). Mynd: Akureyri.is

Bæjarfulltrúar á Akureyri skrifuðu undir málefnasamning í menningarhúsinu Hofi í dag.
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar náðu samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022 og undirrituðu málefnasamning því til staðfestingar.

Í málefnasamningnum kemur m.a. fram að áhersla er lögð á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda. „Við viljum halda áfram að virkja íbúa til lýðræðislegrar þátttöku og auka vægi íbúasamráðs,“ segir í samningnum.
Lögð verður áhersla á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og bæta starfsskilyrði í leik- og grunnskólum bæjarins. Sérstök áhersla verður lögð á leiðir sem geta bætt líðan barna og ungmenna ekki síst með snemmtækri íhlutun og aðgengi að sérfræðiþjónustu innan veggja leik- og grunnskóla. Unnið verður að því að bæta þjónustu við aldraða og gera hana sveigjanlegri.
Farið verður í tilraunaverkefni annars vegar um styttingu vinnuvikunnar og hins vegar um samfelldan vinnudag yngri grunnskólabarna í samstarfi við frístund með tengingu við íþrótta- og tómstundastarf.
Lögð verður áhersla á að koma á beinni tengingu við útlönd.

Formennska í ráðum verður sem hér segir:

  • Forseti bæjarstjórnar – L-listinn
  • Formaður bæjaráðs – Framsóknarflokkurinn
  • Stjórn Akureyrarstofu – Samfylkingin
  • Frístundaráð – L-listinn
  • Fræðsluráð – Framsóknarflokkurinn
  • Skipulagsráð – Framsóknarflokkurinn
  • Umhverfis- og mannvirkjaráð – L-listinn
  • Velferðarráð – Samfylkingin

Starf bæjarstjóra verður auglýst.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó