Lokahóf HSÍ fór fram á dögunum við hátíðlega athöfn í Gullhömrum. Þar voru þjálfarar og leikmenn sem þóttu skara fram úr á nýafstaðinni leiktíð verðlaunaðir.
Hafþór Már Vignisson leikmaður Akureyri Handboltafélags var valinn besti sóknarmaður Grill 66-deildarinnar. Heimir Örn Árnason úr KA var valinn besti varnarmaðurinn og Dagur Gautason, einnig úr KA, efnilegasti leikmaðurinn í deildinni. Þá var Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar valinn þjálfari ársins.
KA/Þór hreppti sömuleiðis nokkur verðlaun á hófinu þar sem Martha Hermannsdóttir var leikmaður ársins og besti varnarmaður í Grill 66-deild kvenna og Jónatan Magnússon var valinn þjálfari ársins.
UMMÆLI