L-listinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafa náð samkomulagi um myndun nýs meirihluta á Akureyri. Flokkarnir störfuðu saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili og héldu allir tveimur mönnum í bæjarstjórn í kosningunum um síðustu helgi. Í yfirlýsingu frá oddvitum flokkana þriggja segir að áframhaldandi vinna við málefnasamning taki við næstu daga sem flokkarnir munu leggja fyrir sitt bakland. Nýr meirihluti ætlar að ráða bæjarstjóra.
„Við tekur áframhaldandi vinna við málefnasamning sem flokkarnir mun leggja fyrir sitt bakland til samþykktar. Nýr meirihluti mun ráða bæjarstjóra,“ segir í yfirlýsingu frá oddvitum flokkanna, Höllu Björk Reynisdóttur Guðmundi Baldvin Guðmundssyni og Hildu Jönu Gísladóttur.
UMMÆLI