Meirihlutasamstarf á Akureyri í höfn – Ætla að ráða nýjan bæjarstjóra

Akureyri

Akureyri úr lofti. Mynd: Kaffið.is/Jónatan.

L-list­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in hafa náð sam­komu­lagi um mynd­un nýs meiri­hluta á Ak­ur­eyri. Flokk­arn­ir störfuðu sam­an í meiri­hluta á síðasta kjör­tíma­bili og héldu all­ir tveim­ur mönn­um í bæj­ar­stjórn í kosn­ing­un­um um síðustu helgi. Í yfirlýsingu frá oddvitum flokkana þriggja segir að áframhaldandi vinna við málefnasamning taki við næstu daga sem flokkarnir munu leggja fyrir sitt bakland. Nýr meirihluti ætlar að ráða bæjarstjóra.

Við tek­ur áfram­hald­andi vinna við mál­efna­samn­ing sem flokk­arn­ir mun leggja fyr­ir sitt bak­land til samþykkt­ar. Nýr meiri­hluti mun ráða bæj­ar­stjóra,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá odd­vit­um flokk­anna, Höllu Björk Reyn­is­dótt­ur Guðmundi Bald­vin Guðmunds­syni og Hildu Jönu Gísla­dótt­ur.

VG

UMMÆLI

Sambíó