Heilsuátakinu Akureyri á iði lýkur á morgun, fimmtudaginn 31. maí. Að því tilefni verður Akureyringum og gestum boðið frítt í sundlaugar bæjarins.
Boðið verður upp á Aqua Zumba klukkan 17:30 í Sundlaug Akureyrar undir stjórn Evu Reykjalín.
Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur í maí mánuði skipulagt dagskrá þar sem boðið var upp á fjölbreytta hreyfingu og heilsueflandi viðburði. Verkefnið var samstarfsverkefni bæjarins og íþróttafélaga og fyrirtækja í bænum.
UMMÆLI