Þrjár úr Þór/KA í A-landsliðinu

Anna Rakel hefur verið frábær í sumar

Þrjár fótboltakonur úr Þór/KA eru í A-landsliði Íslands sem mætir Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi. Þetta eru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sandra María Jessen. Ísland getur komist á topp riðils síns í undankeppninni með sigri í leiknum.

Þór/KA hefur farið frábærlega af stað í sumar og unnið fyrstu fimm leiki sína í Pepsi-deildinni. Anna Rakel, Arna Sif og Sandra eru allar lykilkonur í liðinu. Anna Rakel er fædd árið 1998, hún hefur spilað 4 landsleiki fyrir A-landsliðið. Arna Sif er fædd árið 1992, hún hefur spilaði 12 landsleiki og skorað í þeim 1 mark. Sandra sem er fædd árið 1995 hefur spilað 24 landsleiki og skorað í þeim 6 mörk.

Akureyringurinn Rakel Hönnudóttir sem leikur fyrir LB07 er einnig á sínum stað í landsliðshópnum sem má sjá í heild sinni hér að neðan.

Hópurinn

Agla María Albertsdóttir | Breiðablik

Anna Björk Kristjánsdóttir  LB07

Anna Rakel Pétursdóttir | Þór/KA

Arna Sif Ásgrímsdóttir | Þór/KA

Berglind Björg Þorvalsdóttir | Breiðablik

Elín Metta Jensen | Valur

Fanndís Friðriksdóttir | Marseille

Glódís Perla Viggósdóttir | FC Rosengard

Guðbjörg Gunnarsdóttir | Djurgarden

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals

Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur

Harpa Þorsteinsdóttir | Stjarnan

Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden

Rakel Hönnudóttir | LB07

Sandra María Jessen | Þór/KA

Sandra Sigurðardóttir | Valur

Selma Sól Magnúsdóttir | Breiðablik

Sif Atladóttir | Kristianstad

Sigríður Lára Garðarsdóttir | ÍBV

Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik

Svava Rós Guðmundsdóttir | Röa

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó