Íslandsmeistarar Þór/KA hafa farið frábærlega af stað í Pepsi-deildinni í sumar. Liðið átti góðan vetur og vann tvo titla, Lengjubikarinn og Meistarabikar KSÍ. Góða gengið hefur svo haldið áfram inn í sumarið en liðið hefur nú unnið fyrstu fimm leiki sína í Pepsi-deildinni.
Þór/KA mætti FH í Hafnarfirði í gær og vann öruggan 4-1 sigur. Sandra Mayor skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA en Arna Sif Ásgrímsdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir gerðu hin tvö.
Þór/KA eru á toppi deildarinnar með 15 stig eftir sigurinn en Breiðablik í öðru sætinu á leik til góða og geta jafnað þær að stigum.
UMMÆLI