NTC

Myndband: Lögreglufólk á Akureyri bjargaði selkóp í hættu

Lögreglan á Akureyri þarf að leysa alls konar verkefni. Um helgina var hringt á lögreglu og þeim bent á selkóp sem var í vanda staddur í fjörunni við Drottningabraut. Selkópurinn var skorðaður á milli tveggja steina í fjörunni en lögreglufólk mætti á staðinn og leystu kópinn úr prísundinni.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar en þar er einnig birt myndband af björguninni sem má sjá hér að neðan. Þar segir: Var honum bjargað og sleppt aftur í pollinn. Ekkert virtist ama að honum er við fylgdumst með honum um tíma og synti hann sperrtur út á pollinn. Vonum að hann þurfi ekki á frekari lögregluaðstoð og hann nái að spjara sig. Biðjum að heilsa af vaktinni.“

Sambíó

UMMÆLI