Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti í dag hópinn fyrir leiki gegn Finnum og Tyrkjum í undankeppni HM í Rússlandi 2018.
Akureyringarnir Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Haukur Heiðar Hauksson halda sæti sínu í hópnum en þeir hafa átt fast sæti í hópnum að undanförnu og eru þeir tveir fyrrnefndu algjörir lykilmenn í liðinu.
Aron Einar glímir við meiðsli í kálfa en vonast er til að hann verði klár í slaginn næstkomandi fimmtudag þegar Ísland mætir Finnlandi á Laugardalsvelli.
Þremur dögum síðar taka strákarnir okkar svo á móti sterku liði Tyrkja á Laugardalsvelli.
Hópurinn í heild sinni
Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Randers FC), Ögmundur Kristinsson (Hammarby), Ingvar Jónsson (Sandefjord)
Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Hammarby), Ragnar Sigurðsson (Fulham), Kári Árnason (Malmö), Ari Freyr Skúlason (Lokeren), Sverrir Ingi Ingason (Lokeren), Haukur Heiðar Hauksson (AIK), Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City), Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg)
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff City), Emil Hallfreðsson (Udinese), Birkir Bjarnason (FC Basel), Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley), Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea City), Theódór Elmar Bjarnason (AGF), Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshopper), Arnór Ingvi Traustason (Rapid Vín), Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Sóknarmenn
Alfreð Finnbogason (Augsburg), Jón Daði Böðvarsson (Wolves), Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv), Björn Bergmann Sigurðarson (Molde)
UMMÆLI