NTC

Kosið í húsakynnum VMA á laugardaginn

Kjördeildir í VMA.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram á laugardaginn næstkomandi, 26. maí, í húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri að vanda.

Kjörstaðir í Akureyrarkaupstað eru einnig í Hríseyjarskóla og í Grímseyjarskóla. Akureyrarkaupstað verður skipt í 12 kjördeildir, 10 á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Skipting kjósenda í kjördeildir fer eftir búsetu og eru kjósendur beðnir um að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa hér.

Kjörfundur hefst klukkan 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00.

Kjósendur skulu viðbúnir því að vera krafðir um persónuskilríki eða önnur kennivottorð á kjörfundi.
Kjósendur í Hrísey og Grímsey athugið, að kjörstað kann að verða lokað fyrr að uppfylltum skilyrðum 66. gr. laga nr. 5/1998. Þeir eru því hvattir til að mæta á kjörstað fyrir kl. 17:00. Kjörstaðir í Hrísey og Grímsey verða þó að lágmarki opnir til kl. 17:30 nema allir á kjörskrá hafi kosið fyrir þann tíma.

Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur á bókasafni VMA. Netfang kjörstjórnar er kjorstjorn@akureyri.is og á kjördegi er sími hennar 464-0350.
Yfirkjörstjórnin á Akureyri skipa:

Helga Eymundsdóttir
Júlí Ósk Antonsdóttir
Þorsteinn Hjaltason

VG

UMMÆLI

Sambíó