Laugardaginn 26.maí kl.14 verður opnunarhátíð Lista án landamæra haldin í Deiglunni, Listagilinu á Akureyri.
Fjölmargir aðilar munu koma að hátíðinni í ár. Jón Hlöðver Áskelsson tónlistarmaður frumflytur tónverk/sögu ásamt Karli Guðmundssyni myndlistarmanni og Kristínu Smith í samstarfi við börn úr Brekkuskóla í leiklist og tónlist, með fulltingi þeirra Brynhildur Kristinsdóttir myndlistarkennara ásamt Sigríði Huldu Arnardóttur tónlistarkennara úr Brekkuskóla. Elma Berglind Stefánsdóttir er sögumaður. Einnig verða á sýningunni myndverk eftir börn úr Brekkuskóla.
Atli Viðar Engilbertsson fjöllistamaður mun einnig flytja frumsamið lag og texta sem hann tileinkar sérstaklega List án landamæra.
Karl Guðmundsson myndlistarmaður mun sýna verk sem hann hefur unnið í samstarfi við Rósu Kristínu Júlíusdóttur myndlistarkennara.
Flutt verður videóverk sem unnið hefur verið í Skógarlundi og veggverk unnin af notendum Skógarlundar. Skúlptúrar og myndverk eftir Jón Kristin Sigurbjörnsson, Sævar Bergsson, Símon Reynisson Heiðar Hjalta Bergsson og Elmu Berglindi Stefánsdóttur unnin undir handleiðslu Brynhildar Kristinsdóttir myndlistarkennara.
Jónborg Sigurðardóttir myndlistarkona sýnir portrett myndir. Björg Eiríksdóttir bæjarlistamaður Akureyrar 2018 opnar sýninguna.
Sýningin er opin frá 14-17 bæði laugardag og sunnudag.
UMMÆLI