NTC

Eldur í fjölbýlishúsi við Þórunnarstræti

Eld­ur kom upp í fjöl­býl­is­húsi við Þórunnarstræti á Ak­ur­eyri í morg­un.Tilkynning um eld í eldhúsi íbúðar á þriðju hæð hússins barst slökkviliðinu á Akureyri klukkan 8.25 í morgun.

Búið er að slökkva eldinn og er reykræsting nú í gangi á þriðju og fjórðu hæð hússins. Engin var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. Búast má við að einhverjar reykskemmdir hafi orðið utan íbúðarinnar. Tölu­verður viðbúnaður var vegna elds­ins og fékk slökkviliðið aðstoð frá slökkviliðsbíl Isa­via á Ak­ur­eyr­arflug­velli.

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri mun  taka við rann­sókn á upp­tök­um brun­ans síðar í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó