Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Þórunnarstræti á Akureyri í morgun.Tilkynning um eld í eldhúsi íbúðar á þriðju hæð hússins barst slökkviliðinu á Akureyri klukkan 8.25 í morgun.
Búið er að slökkva eldinn og er reykræsting nú í gangi á þriðju og fjórðu hæð hússins. Engin var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp. Búast má við að einhverjar reykskemmdir hafi orðið utan íbúðarinnar. Töluverður viðbúnaður var vegna eldsins og fékk slökkviliðið aðstoð frá slökkviliðsbíl Isavia á Akureyrarflugvelli.
Lögreglan á Akureyri mun taka við rannsókn á upptökum brunans síðar í dag.
UMMÆLI