Þrír myndlistamenn frá Akureyri voru fulltrúar Íslands á vatnslitahátíðinni í Fabriano á Ítalíu sem fór fram í upphafi mánaðarins.
Þau Jóna Bergdal og Ragnar Hólm Ragnarsson voru í Fabriano og sýndu verk sín á sýningu hátíðarinnar en auk þess átti Guðmundur Ármann eina mynd á sýningunni.
Vatnslitahátíðin var fyrst haldin fyrir átta árum en upphaflega sóttu einungis ítalskir málarara hana. Hátíðin hefur stækkað töluvert síðan þá en í ár sýndu þar um 1400 listamenn frá 70 löndum verk sín.
UMMÆLI