Hvalaskoðunarfyrirtækin á Akureyri Hvalaskoðun ehf. og Ambassador hafa ákveðið að sameinast. Hvalaskoðun ehf. er í eigu Eldingar. Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastýra Eldingar segir að það sé búið að ganga frá öllu og fyrirtækin verði formlega sameinuð í dag.
Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag en þar segir Rannveig að hún telji ekki að áhugi á hvalaskoðun á Akureyri sé að fara dvínandi en að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir tvö stór hvalaskoðunarfyrirtæki í bænum.
Hún segir ástæðuna fyrir samruna fyrirtækjanna vera hagræðingu. „Þessi rekstur er fremur árstíðabundinn og það er einfaldlega ekki nóg um ferðamenn á Akureyri á veturna til að halda rekstri beggja fyrirtækja áfram.“
UMMÆLI