NTC

Ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir

Lögreglustöðin

Mynd: Kaffið.is/Jónatan.

Boccia-þjálfari á Akureyri hefur verið ákærður fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við þroskaskerta konu í fjölda skipta á tímabilinu júní 2014 til júní 2015. Maðurinn neitaði sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun.

Samkvæmt ákærunni er maðurinn talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi á tímabilinu.

Brotin voru kærð árið 2015 en rannsókn málsins hefur tekið langan tíma vegna fjölda nauðganna og vitna ásamt því að brotaþolinn er sem fyrr segir þroskaskertur og rannsóknin því tímafrekari en ella.

Í ákær­unni segir að mann­in­um hafi verið kunn­ugt um fötl­un kon­unn­ar vegna tengsla sinn­ar við hana sem þjálf­ari. Hann hafi út­vegað henni hús­næði og bíl í janú­ar 2015 og hafi nýtt sér trúnað henn­ar í sinn garð. Auk­in­held­ur hafi hann gerst per­sónu­leg­ur talsmaður henn­ar í maí 2015.

Í ákærunni er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist þess að hann greiði brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhugðu í júní á þessu ári.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó