Framsókn

Þetta er mín saga – Hver er þín saga? – Anna Fanney

Ég er fædd og uppalin á Akureyri. Ég fór aldrei í leikskóla vegna þess að það að mamma mín vann á kvöldin og pabbi á daginn. Mamma hinsvegar fór alltaf með mig á róló. Á róló voru fóstrur sem litu eftir nokkrum krökkum í nokkra klukkutíma á lokuðum rólóvelli. Ég hóf mína skólagöngu í Barnaskólanum á Akureyri og fór síðan upp í Gaggann. Minn árgangur rétt náði einu ári í nýja Brekkuskólanum. Hrikalega flottur skóli sem hann er nú orðið en mikið ofboðslega var gaman var að fá að vera í Barnaskólanum og Gagganum. Mínar bestu vinkonur í dag eru vinkonur mínar úr grunnskóla. Þessi 10 ár þar eru mér mjög minnistæð. Minn bekkur fékk að hafa sama kennara frá 1. bekk og upp í 7. hana Helgu Sigurðardóttur. Við vorum mjög náin bekkur og er ég þakklát fyrir að hafa haft hana sem umsjónarkennara öll þessi ár.

Sem barn prufaði ég að æfa nokkrar íþróttir en sundið var mín íþrótt. Ég æfði sund í tæp 10 ár og þjálfaði svo í önnur tæp 10. Þar eignaðist ég einnig mína albestu vini sem ég er enþá í miklu sambandi við í dag.
Þegar í framhaldsskóla var svo komið kom þessi típíski skólaleiði fljótlega upp og hætti ég í námi og fór að vinna hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.

Uppáhalds og besta vinnan sem ég hef átt hérna á Akureyri (fyrir utan kannski þá sem ég er í núna) er vinnan mín í Skammtímavistun fyrir einstaklinga með fötlun. Sú vinna mótaði mig. Þar þroskaðist ég til muna, fann hvað það var sem mig langaði mest að gera í lífinu, vinna með fólki. Í kjöfarið fann ég mína braut og útskrifaðist sem sjúkraliði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri jólin 2015. Og vinn núna á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Í gegn um tíðina hefur mig oft langað til að fara frá Akureyri, prufa eitthvað nýtt, sjá heiminn, þetta típíska sem ég held að allir upplifi. Það sem mig hefur aldrei langað að gera er að flytja í Höfuðborgina, þrátt fyrir að flestir mínir vinir hafi búið þar þá var það ekki staður sem heillaði mig. Ég skildi aldrei löngunina að flytja suður ef ekki var fyrir nám, bara til að prufa eitthvað nýtt, ég sá aldrei hvað Reykjavík hafði upp á að bjóða sem Akureyri hafði ekki. Þegar ég var að klára námið mitt þurfti ég að horfa út fyrir Akureyri. Aldrei langaði mig að leita suður en það var verið auglýsa eftir fólki í vinnu á hjúkrunarheimili á Seyðisfirði þannig að sjálfsögðu fór ég þangað! Aldrei komið þangað og þekkti engann. Bjó þar í eitt ár og var það eitt erfiðasta og dásamlegasta ár í lífi mínu.

Ég sá líka aðeins heiminn, en alltaf horfði ég heim til Akureyrar. Núna, 28 ára er ég búin að kaupa mér íbúð á Akureyri og akkúrat núna gæti ég ekki hugsað mér að vera nein staðar annarstaðar, aðrir staðir eru til að heimsækja en Akureyri er heima því ,,Hér er best að búa“.

Anna Fanney Stefánsdóttir skipar 6. sæti L-listans fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó