Þór/KA með fullt hús stiga eftir sigur í Vestmannaeyjum

Mynd: Þórir Tryggva

Þór/KA og ÍBV mættust í Pepsi deild kvenna í dag í hörkuleik. Fyrir leikinn höfðu Þór/KA unnið báða leiki sína en ÍBV hafði einungis spilað einn leik sem þær unnu.

Sandra Stephany Mayor og Sandra María Jessen skoruðu mörk Þór/KA í 2-1 sigri. Þær hafa raðað inn mörkum í fyrstu þremur leikjum tímabilsins.

Þór/KA ná því í þrjú stig á erfiðan útivöll í Vestmannaeyjum og halda áfram góðri byrjun á tímabilinu. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn KR 23. maí.

ÍBV 1 – 2 Þór/KA
0-1 Sandra Mayor (’33)
0-2 Sandra María Jessen (’38)
1-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir (’83)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó