NTC

Mikið traust og mikil ánægja með þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri.

Samkvæmt niðurstöðum þjónustukönnunar sem Gallup vann fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri á tímabilinu frá 15. nóvember 2017 til 5. janúar 2018, bera 90,2% aðspurðra ýmist fullkomið traust (20,3%), mjög mikið traust (41,7%) eða frekar mikið traust (28,2%) til Sjúkrahússins á Akureyri. Þá sögðust 92,6% þeirra sem nýttu sér þjónustu þess vera ánægð með hana.

Markmiðið með könnuninni var að mæla traust almennings á starfssvæði Sjúkrahússins á Akureyri ásamt því að mæla afstöðu þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu sjúkrahússins. Úrtakið var 1.553 manns í póstnúmerum 540 til 765, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup, og var þátttökuhlutfallið 73,7%.

Í skýrslu Gallup er niðurstaðan hvað varðar traust til Sjúkrahússins á Akureyri borin saman við niðurstöður um traust sem almenningur ber til annarra stofnana samfélagsins eins og þær mældust í Þjóðarpúlsi Gallup í febrúar 2017. Landhelgisgæslan ein mælist með meira traust en SAk en auk þeirra mælast einungis Lögreglan og Embætti forseta Íslands með yfir 80% traust almennings.

Sambíó

UMMÆLI