PIETA Samtökin, í samvinnu við Landsnet, standa nú fyrir göngunni „Úr myrkrinu í ljósið“ í þriðja sinn, en gangan var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2016.
Gangan er í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðanar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða.
Gengið er til styrktar Pieta samtökunum sem bjóða nú upp á ókeypis úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum, með sjálfsskaða og aðstoð fyrir aðstandendur og þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi.
Gangan verður á þremur stöðum í ár; Reykjavík, Akureyri og Ísafirði.
Gangan á Akureyri hefst hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Ambassador Whale Watching við Drottningarbraut. Genginn verður 5 km. langur hringur, en hægt er að ganga styttri leið ef þarf.
Athugið að gangan hefst kl 04:00 eftir miðnætti, aðfararnótt laugardagsins 12.maí.
Allir eru hvattir til að taka þátt og að skrá sig. Hægt er að skrá sig hér. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum. Allir sem greiða þátttökugjald fá bol auk þess að styrkja Pieta samtökin.
Verð:
Fullorðinn: kr. 3130
Nemar, lífeyrisþegar, atvinnulausir: kr. 2500
Börn 6-17 ára: kr. 630
Nánari upplýsingar um gönguna á Akureyri fást á facebooksíðunni eða hjá Ingu Maríu Ellertsdóttur í netfanginu ingamariaellertsdottir@gmail.com
UMMÆLI