Í Akureyrarkaupstað eru í gildi sérstakar samþykktir um bæði katta- og hundahald. Þar er m.a. getið um lausagöngu hunda og bann við næturbrölti katta utandyra. Mikilvægt er að hafa þessi atriði sérstaklega í huga á þessum árstíma þegar varp fugla er hafið í bæjarlandinu og utan þess.
Takmarka þarf lausagöngu katta eins og unnt er og sérstaklega yfir nóttina sem er þeirra uppáhalds veiðitími. Ábyrgir kattaeigendur hengja bjöllur í hálsólar katta sinna og halda þeim innandyra að nóttu fuglunum til verndar. Mikilvægt er að kattaeigendur fylgist vel með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir. Hundaeigendur eru beðnir að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum.
Berum virðingu fyrir náttúrunni og viðhöldum fjölbreyttu fuglalífi í bæjarlandinu.
Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað
Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað
Mynd og frétt af akureyri.is.
UMMÆLI