NTC

Meirihlutinn á Akureyri myndi kolfalla

Mynd; Kaffið.is/Jónatan.

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar myndi falla samkvæmt könnun Fréttablaðsins ef að sveitarstjórnarkosningar færu fram í dag. Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og L-lisinn mynda meirihlutann í dag.

Í könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn með tæplega 29% fylgi. L-listinn sem einnig er myndaður af fólki úr Viðreisn og Bjartri framtíð mælsist næst stærstur með tæp 21%.

VG mælist með 11 prósent og Framsóknarflokkurinn með 10 prósent. Þá fengi Samfylkingin tæplega 10 prósenta fylgi og Píratar rúm sjö. Þá mælist Miðflokurinn sem hefur ekki enn tilkynnt hvort hann muni bjóða fram lista á Akureyri með tæplega níu prósent.

Í bæjarstjórn Akureyrar sitja ellefu fulltrúar. Ef niðurstaða kosninganna 26. maí yrði í takti við könnun Fréttablaðsins fengi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra kjörna fulltrúa í bæjarstjórn, L-listinn fengi tvo. VG, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Píratar, og Miðflokkurinn fengju svo einn mann kjörinn hver.

Hér er hægt að lesa frétt Frétta­blaðsins

Sambíó

UMMÆLI