NTC

Opinn fundur um styttingu vinnuvikunnar – Er stytting vinnuvikunnar raunhæfur kostur?

Á myndinni eru frambjóðendur sem skipa efstu fjögur sæti lista Samfylkingarinnar á Akureyri.

Opinn fundur um styttingu vinnuvikunnar verður haldinn á veitingahúsinu Greifanum mánudaginn 30. apríl klukkan 20.

Magnús Már Guðmundsson, formaður stýrihóps um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar, mun segja frá niðurstöðum tilraunarinnar í Reykjavík og svo munu frambjóðendur Samfylkingarinnar á Akureyri ræða kosti og galla verkefnsisins við áhugasama.

Er stytting vinnuvikunnar raunhæfur kostur?

„Íslendingar vinna meira en fólk í nágrannalöndunum. Þessi langi vinnudagur gerir mörgum erfitt að samþætta vinnu og einkalíf,“ segir Magnús Már Guðmundsson, formaður stýrihóps um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar í Reykjavík. Magnús Már segir niðurstöðurnar í Reykjavík benda til þess að hægt sé að stytta vinnutímann án þess að það dragi úr afköstum. „Með því að fækka vinnustundunum tökum við mikilvæg skref í átt að breyttri vinnumenningu, stuðlum að fjölskylduvænna samfélagi og aukum jafnrétti á vinnumarkaðnum. Við höfum því allt að vinna og engu að tapa með því að stytta vinnuvikuna,“ segir Magnús Már.

Fundurinn fer fram á Greifanum, mánudagskvöldið 30. apríl kl. 20. Allir velkomnir.

VG

UMMÆLI

Sambíó