Framsókn

Arnór Þór og félagar í Bergischer í Bundesliguna

Arnór Þór Gunnarsson

Bergischer lið Arnórs Þórs Gunnarssonar tryggði sér sæti í efstu deild þýska handboltans í gærkvöldi með sigri á Wilhelmshavener 35-22. Enn eru þó sjö umferðir eftir af deildinni, en liðið í 3. sæti deildarinnar getur ekki náð Arnóri og félögum af stigum en efstu 2 liðin fara upp í deild þeirra bestu í Þýskalandi.

Arnór Þór sem hefur verið iðinn við kolan í vetur hélt uppteknum hætti og skoraði 6 mörk í gær. Arnór er sem stendur næst markahæstur í deildinni á eftir Savvas Savvas leikmanni Eintracht Hildesheim.

Arnór stoppar því ekki lengi við í þýsku annari deildinni því Bergischer lið Arnór féll úr efstu deild í fyrra en fer nú beint upp aftur liðið hefur unnið 29 af 31 leik í deildinni.

VG

UMMÆLI