Laugardaginn 21. apríl kl. 15 verður opnuð sýning á lokaverkefnum nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Síðasti séns, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.
Sýningar á lokaverkefnum nemenda hafa lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Sýningarnar eru tvær yfir árið, annars vegar í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Þetta er fjórða árið í röð sem þær eru haldnar í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.
Við undirbúning slíkra sýninga velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning sinn á þeim sem þeir hafa áður kynnst.
Að baki verkanna liggur hugmynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víða fanga í eigin sköpunarferli, allt eftir því hvað hentar hverri hugmynd og þeim miðli sem unnið er með. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samtali og samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem frumkvæði, hugmyndaauðgi og öguð vinnubrögð eru lögð til grundvallar.
Nemendur hönnunar- og textíllínu:
Diljá Tara Pálsdóttir
Fönn Hallsdóttir
Guðrún B. Eyfjörð Ásgeirsdóttir
Salka Heimisdóttir
Sara Katrín D’Mello
Nemendur myndlistarlínu:
Alexandra Guðný B. Haraldsdóttir
Ása María Skúladóttir
Dagbjört Ýr Gísladóttir
Guðrún Brynjólfsdóttir
Heimir Sindri Þorláksson
Kristján Breki Björnsson
Kristján Loftur Jónsson
Magnea Rut Gunnarsdóttir
Maj Britt Anna Bjarkardóttir
Maríanna Ósk Mikaelsdóttir
Máni Bansong Kristinsson
Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir
Patrekur Örn Kristinsson
Patryk Kotowski
Piotr Maciej Kotowski
Þorbergur Erlendsson
UMMÆLI