Götuljós við strandlengjuna á Akureyri verða slökkt í kvöld svo íbúar og gestir bæjarins geti notið norðurljósasýningarinnar sem spáð er í kvöld. Ljósmengun ætti því að vera í lágmarki á svæðinu við strandlengjuna. Undanfarna daga hefur verið mikið um norðurljósadýrð á landinu en samkvæmt spám á hún að ná hámarki í kvöld.
Lögregla og slökkvilið hafa verið upplýst um málið og er hvatt fólk til að fara einstaklega varlega á þessu svæði á þessum tíma.
Einnig verða slökkt öll gatnaljós á Húsavík til klukkan 23 í kvöld af sömu ástæðum.
Nú vonum við bara að það verði heiðskýrt svo allir fái að njóta þessarar náttúrudýrðar sem allra best.
UMMÆLI